Aðalfundur Suðvesturráðs

02.04.18

Boðað er til aðalfundar Suðvesturráðs. Aðalfundurinn verður haldinn mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 17:30 í Ármúla 42.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Kosning formanns
  3. Kosning stjórnarmanna
  4. Kosning tveggja varamanna
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  6. Önnur mál

Um skipan landshlutaráðs segir í 3. skipulags- og starfsreglna landshlutaráðanna:

„Flokksfélög Viðreisnar kjósa fulltrúa í landshlutaráð. Umboð fulltrúa í landshlutaráði miðast við aðalfund landshlutaráðs. Hvert félag á einn fulltrúa fyrir hverja 20 fullgilda félagsmenn, þó aldrei færri en einn auk sjálfkjörinna ráðsmanna.

Formenn flokksfélaga, sveitarstjórnarmenn, Alþingismenn og varaþingmenn Viðreisnar eru sjálfkjörnir í landshlutaráð síns kjördæmis. Sama gildir um þá sem áður hafa verið kjörnir á Alþingi, í sveitarstjórnir eða kjörnir í trúnaðarstörf á landsþingi Viðreisnar og eru ennþá fullgildir félagar í Viðreisn.“

Framboð til stjórnar skal sendast með netpósti til formanns stjórnar  a.m.k. 7 dögum fyrir aðalfund.

Fleiri greinar