Viðreisn

Fjölbreytt og framúrskarandi atvinnulíf

Hvernig styðja sveitarstjórnir við atvinnulífið?
02.05.18

Næsti fimmtudagsfundur Viðreisnar verður stefnumót við oddvita framboða Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem atvinnumálin verða rædd í samhengi við hlutverk sveitastjórna. Frummælendur verða Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti BF Viðreisnar í Kópavogi, Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans, Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, Karl Pétur Jónsson, oddviti Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi og Valdimar Birgisson, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. maí kl. 17:30-18:30 í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42.

Fundurinn er skipulagður af málefnanefnd Viðreisnar um atvinnumál og verður fundarstjóri Auðbjörg Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar.

Fundinum verður streymt á Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!