Viðreisn

Viðreisn tveggja ára!

Afmæliskaffi í Ármúla
23.05.18

Fimmtudaginn 24. maí eru tvö ár liðin frá stofnfundi Viðreisnar í Hörpu árið 2016. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá okkar unga flokki á þessum tíma og þar sem við stöndum á þröskuldi fyrstu sveitarstjórnarkosninga flokksins er rétt að koma saman, fagna og hringja svo í kjósendur!

Í tilefni dagsins er boðið í afmælisköku og kaffi í Ármúlanum á morgun kl. 15:30. Allt Viðreisnarfólk er hjartanlega velkomið.

Við hvetjum svo alla sem vettlingi geta valdið til að leggjast í símana og hringja í vini, vandamenn og ókunnuga og hvetja til að kjósa frjálslynt, trúverðugt og jafnréttissinnað afl í kosningunum á laugardag. Hvert símtal, hvert samtal og hver snerting skiptir máli til að koma okkar fólki að í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið.

Áfram Viðreisn!

Fleiri greinar