Viðreisn

Landsþing Viðreisnar 2016

Fyrsta landsþing Viðreisnar verður haldið í Silfurbergi Hörpu laugardaginn 24. september.
21.09.16
Höfundur: Viðreisn

Skráningu lýkur kl 22:00 fimmtudaginn 22. september. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu og símanúmeri á [email protected]

Dagskráin hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 17:00. Á landsþinginu verður staðfest skipan í öll helstu embætti og lög flokksins samþykkt. Lykilframbjóðendur Viðreisnar munu ávarpa fundinn.

Drög að lögum má finna hér. Frestur til að skila breytingartillögum er þegar liðinn.

Einungis fullgildir félagar geta sótt fundinn. Þátttökugjald er kr. 2000 sem greitt er á fundinum. Gjarnan má greiða með reiðufé til að spara tíma við skráningu. 

Skrá með tölvupósti

Gestum landsþingsins býðst að skrá sig til kvöldverðar í Björtuloftum í Hörpu sem hefst kl. 18:00. Kvöldverðurinn er ekki hluti af formlegri dagskrá þingsins og því er greitt sérstaklega fyrir hann, 8.900 kr. fyrir þríréttaða máltíð. Hægt er að skrá sig í kvöldverðinn með því að senda póst á [email protected] fyrir kl. 12 föstudaginn 23. september.

Matseðillinn er svohljóðandi:

  • Sjávarréttasinfónía, þrjár tegundir af sjávarfangi, salat, brauðteningar og aioli
  • Íslenska lambið að hætti Kolabrautarinnar
  • Omnom súkkulaðikaka með skyrís og lakkríssósu

Fleiri greinar