Viðreisn

Flokksstarf í Norðvesturkjördæmi

Almennir flokksfundir á Bifröst, Akranesi og Ísafirði
13.09.16
Höfundur: Viðreisn

Í vikunni verða haldnir nokkrir almennir flokksfundir í
Norðvesturkjördæmi. Á miðvikudag 14. september verður fundur í
Kringlunni á Bifröst kl. 17:00 og sama kvöld kl. 20:00 verður fundur í
Stúkuhúsinu á safnasvæðinu á Akranesi. Fimmtudaginn 15. september verður
haldinn fundur í Skúrnum við veitingastaðinn Húsið á Ísafirði kl. 20:00.
Gylfi Ólafsson sem leiðir lista Viðreisnar í kjördæminu, fer yfir stefnu
Viðreisnar og stýrir umræðum um starfið framundan og pólitíska
landslagið. Aðrir frambjóðendur flokksins verða einnig á fundinum. Allir
eru velkomnir. Molasopi á borðum.

Þá eru hafnir vikulegir símafundir innan kjördæmisins. Áhugafólk um það
og annað starf flokksins í kjördæminu er hvatt til að skrá sig á hóp á
Facebook sem heitir „Bakland Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi“.

Fleiri greinar