Breytingar á almannatryggingum

Opið hús hjá Viðreisn
11.10.16
Höfundur: Viðreisn

Helgi Pétursson og Þórunn Sveinbjörns fulltrúar Gráa hersins mæta á opið hús Viðreisnar næsta þriðjudag, 11. október kl. 17:00-18:00, til að ræða nýsamþykktar breytingar ríkisstjórnarinnar á almannatryggingalögum og um kjör eldri borgara almennt. Vinsamlegast athugið breyttan fundarstað: fundurinn verður haldinn í kosningamiðstöð Viðreisnar í Borgartúni 8-16a (Höfðatorgi).

Fundarstjóri verður Hanna Katrín Friðriksson, oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Á staðnum verður hægt að skrifa undir meðmælendalista með framboði Viðreisnar og er einnig hægt að koma við í kosningaskrifstofunni mánudag til miðvikudags og skrifa undir.