Opið hús hjá Viðreisn

Hagræn áhrif skapandi greina
19.09.16
Höfundur: Viðreisn

Þriðjudaginn 20. september 2016 klukkan 17:00 til 18:00 verður opið hús hjá Viðreisn í Ármúla 42. 

Dr. Ágúst Einarsson hefur um árabil rannsakað hagræn áhrif skapandi greina. Menningartengd atvinnustarfsemi verður sífellt umfangsmeiri og umræða um listsköpun og menningarstarf snýr í auknum mæli um framlag þeirra til verðmætasköpunar i hefðbundnum skilningi. Ágúst mun á fundinum fjalla um rannsóknir og má vænta fjörugrar umræðu um efnið.

Í lok fundar verður stutt umræða um félagsstörf.