Opinn fundur um fríverslun

Fríverslun - forsenda framfara
21.11.17
Höfundur: Birna Þórarinsdóttir

Hvenær fáum við fullkomna fríverslun? Á opnum fundi Viðreisnar fimmtudaginn 23. nóvember munu Thomas Möller, varaformaður málefnanefndar Viðreisnar um atvinnumál, og Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, ræða um fríverslun, þá stöðu sem komin er upp í kjölfar EFTA dómstólsins um innflutning landbúnaðarafurða og framtíð fríverslunar á Íslandi.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um atvinnumál. Hann fer fram í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og hefst kl. 17:30.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundinum á Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!