Mosfellsbær

Félag Viðreisnar í Mosfellsbæ var stofnað 3. mars 2018. Eftir viðræður við ýmis framboð í bænum var ákveðið að bjóða fram sérlista til sveitarstjórnar Mosfellsbæjar vorið 2018.

 

Tímabilið frá lok apríl fram yfir kosningar í lok maí stendur uppúr í hugum allra þeirra sem koma að Viðreisn í Mosfellsbæ. Mikil og skemmtileg vinna skilaði sér í því að Viðreisn náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. 11,2% Mosfellinga kusu Viðreisn í kosningunum sem gerði Viðreisn að næst stærsta flokknum í Mosfellsbæ.

 

Viðreisn í Mosfellsbæ leggur áherslu á gagnsæi og ábyrga fjármálastjórn og að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Viðreisn hefur m.a. lagt fram tillögur í bæjarráði um mælingu á loftgæðum í bænum og um að Mosfellsbær taki upp mælingu á lífsgæðum íbúa.

 

Í stjórn Viðreisnar í Mosfellsbæ sitja

  • Elín Anna Gísladóttir formaður félagsins,
  • Guðrún Þórarinsdóttir gjaldkeri,
  • Lovísa Jónsdóttir,
  • Ölvir Karlsson.
  • Karl Alex Árnason.
  • Valdimar Birgisson varamaður.
  • Ari Páll Karlsson varamaður.

 

Viðreisn í Mosfellsbæ á fulltrúa í bæjarstjórn og fulltrúa í ýmsum nefndum og ráðum. Við erum með aðalmanneskju í fjölskyldunefnd, fræðslunefnd, menningar- og nýsköpunarnefnd og umhverfisnefnd. Einnig eigum við áheyrnarfulltrúa í íþrótta-og tómstundanefnd, lýðræðis- og mannréttindanefnd og skipulagsnefnd.

Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn er áheyrnarfulltrúi í bæjarráði fyrsta árið en tekur við sem aðalfulltrúi í júní 2019.

Við höfum verið leiðandi í samstarfi minnihlutans og gátum ásamt öðrum í minnihluta komið því til leiðar að gerður var samningur á milli meirihluta og minnihluta í upphafi kjörtímabilsins.

Fulltrúar Viðreisnar hafa verið öflug í því að kalla eftir upplýsingum og gera kröfu um gagnsæ vinnubrögð þó enn sé á brattan að sækja.