Elín Anna Gísladóttir

Verkfræðingur og starfar í dag sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá Isavia ANS, flugleiðsöguhluta Isavia samstæðunnar. Maki er Sigurberg Guðbrandsson og eiga þau saman tvö börn, Guðbrand Gísla 9 ára og Guðbjörgu Maríu 4 ára. Áhugamál eru samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög, félagsstarf og lestur góðra bóka. Elín Anna brennur fyrir að breyta kerfum svo þau vinni fyrir fólkið.

Þann 9. september síðastliðinn birti heilbrigðisráðuneytið tvær áfangaskýrslur um óbein áhrif af Covid-19. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma mikið að óvart að úr þessu má lesa að geðheilbrigði þjóðarinnar hefur farið versnandi. Sérstaklega er tekið fram að faraldurinn hafi haft afgerandi neikvæð áhrif...