Elín Anna Gísladóttir

Verkfræðingur og starfar í dag sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá Isavia ANS, flugleiðsöguhluta Isavia samstæðunnar. Maki er Sigurberg Guðbrandsson og eiga þau saman tvö börn, Guðbrand Gísla 9 ára og Guðbjörgu Maríu 4 ára. Áhugamál eru samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög, félagsstarf og lestur góðra bóka. Elín Anna brennur fyrir að breyta kerfum svo þau vinni fyrir fólkið.