Olga Kristrún Ingólfsdóttir

Olga Kristrún Ingólfsdóttir er fædd 1. október 1980. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og IPMA gráðu. Olga starfar sem verkefnastjóri hjá LS Retail ehf. Unnusti Olgu er Atli Örn Sævarsson og eiga þau þrjá syni, Ómar sem er 21 árs, Ingólf sem er 10 ára og Sævar Örn sem er 4 ára. Olga hefur búið með fjölskyldunni sinni í Mosfellsbæ í rúm 7 ár og vil hvergi annars staðar búa. “Eitt af salgorðum Mosfellsbæjar er heilsueflandi samfélag en þar tel ég að við getum gert miklu betur með það að leiðarljósi að Afturelding geti boðið upp á framúrskarandi þjónustu til íþróttaiðkunnar, merkja Fellin betur svo aðgengi þeirra séu auðveldari fyrir fleiri. Sýna aðhald og ábyrgð í fjármálum með því að innleiða skýra og gagnsæja verkferla með þarfagreiningu. „Ég vil gera góðan bæ enn betri og vil fá inn nýjar og ferska nálgun í málefnum eins og skólamálum, fjölskyldumálum og jafnrétti“.