Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Alþingismaður og formaður Viðreisnar. Gift Kristjáni Arasyni og eiga þau þrjú börn, Gunnar Ara (26 ára), Gísla Þorgeir (23 ára) og Katrínu Erlu (18 ára). Hundur fjölskyldunnar heitir Birta og er gulur labrador. Áhugamál eru Sveitalífið, bækur, ferðalög, göngur, listir, íþróttir, rólegheit. Þorgerður Katrín brennur fyrir því að fara frá kyrrstöðupólitík ríkisstjórnarinnar og gefa framtíðinni tækifæri.

Á út­hallandi vetri árið 1939 þóttu horf­ur í dýrtíðar­mál­um ískyggi­leg­ar og hætta á nýrri styrj­öld blasti við. Þetta varð til þess að þrír stærstu flokk­ar Alþing­is mynduðu svo­kallaða Þjóðstjórn. Stjórn­in fékk þetta ris­mikla nafn þótt nýj­um sam­einuðum flokki lengst til vinstri á Alþingi væri haldið utan...

Þegar við göng­um til kosn­inga í dag blasa skýr­ir val­kost­ir við. Valið stend­ur á milli stjórn­mála­flokka sem hafa fram­sýni og þor til að breyta ónýt­um og óþörf­um kerf­um og þeirra sem vilja verja það sem alltaf hef­ur verið. Valið er ein­falt því kyrrstaða leiðir ekki...

Fyrsta frétt RÚV kvöld eitt í síðustu viku var svar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við þeirri þungu umræðu sem nú fer fram um ófullnægjandi húsnæði geðdeildar Landspítala. Af alkunnri ábyrgðartilfinningu fyrir embætti sínu sagði heilbrigðisráðherra við þjóðina að það væri umhugsunarefni að forverar hennar í ráðherrastólnum skyldu...

Reynslan sýnir að nú er kominn tími til að miðjan í íslenskri pólitík fái raunveruleg áhrif við ríkisstjórnarborðið. Til þess að svo megi verða þurfa flokkarnir sem standa næst miðjunni frá hægri og vinstri að fá fleiri þingsæti en síðast. Annars heldur stjórn vinstri og...

Ríkisfjármálin verða erfiðasta úrlausnarefni stjórnvalda á næstu árum. Mestallt annað, sem við ræðum í kosningabaráttunni, veltur á því hvernig við tökumst á við þann vanda. Lykillinn að skynsamlegum ákvörðunum og samkomulagi ólíkra flokka um ríkisfjármálastefnu byggist á glöggum upplýsingum og raunsæju mati á öllum efnahagslegum forsendum....