Þorsteinn Pálsson

Blóðbaðið í Úkraínu er sterk áminning. Það sýnir hversu fljótt veður skipast í lofti. Þessa daga skilja engir betur en Úkraínumenn að afl lýðræðisþjóða í Evrópu til að tryggja hagsmuni sína felst í aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Einhugur í stað efasemda Allar lýðræðisþjóðir álfunnar deila þessum skilningi...

Stríð Rússa gegn Úkraínu varpar skýru ljósi á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í utanríkis- og varnarmálum. Stefna Íslands hefur um langa hríð falist í vestrænum gildum: lýðræði, mannréttindum, velferð og frjálsum viðskiptum. Þessum markmiðum höfum við náð fram með aðild að Atlantshafsbandalaginu og innri markaði Evrópusambandsins í gegnum...

Skoðana­kannanir hafa í gegnum tíðina sýnt mikla ó­á­nægju með stjórn­kerfi fisk­veiða. Af­gerandi meiri­hluti er yfir­leitt á móti. Við fyrstu sýn lýsa skoðana­kannanir því mjög ein­dreginni af­stöðu alls al­mennings. Ein­föld spurning en flókinn veru­leiki Frá því að fyrstu kvóta­lögin voru sett fyrir nærri fjórum ára­tugum hefur þjóðin gengið ellefu...

Hugsan­leg aðild Úkraínu að At­lants­hafs­banda­laginu er á­tylla fyrir inn­rás Pútíns. Raun­veru­leg á­stæða er ótti hans við á­hrif lýð­ræðis­þróunar í grann­landi. Leið­togar At­lants­hafs­banda­lagsins og Evrópu­sam­bandsins hafa rétti­lega for­dæmt inn­rásina. Við­skipta­þvinganir Frá upp­hafi hefur legið fyrir að lýð­ræðis­þjóðirnar myndu ekki beita her­valdi til að verja full­veldi Úkraínu. Skuld­bindingar At­lants­hafs­banda­lagsins ná...

Hvað er sameiginlegt með bankaskatti og löngum listum með nöfnum barna, sem bíða eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu eða hjá félagsmálastofnunum? Bæði fyrirbærin eru hluti af póli­tískum veruleika. En þau eiga annað sameiginlegt: Þau eru nefnilega tákn um hljómandi málm og hvellandi bjöllu í málflutningi ráðherra Framsóknar. Boðskapur...

"Þegar ég tala um verulega hærri laun, þá á ég við verulega hærri laun.“ Þetta er tilvitnun í viðtal við Davíð Scheving Thorsteinsson, þáverandi formann Félags íslenskra iðnrekenda, í Alþýðublaðinu 1977. Á iðnþingi skömmu áður sagði hann að iðnaðurinn væri reiðubúinn til að greiða hærri laun...

Ríkisstjórnin hefur heitið þjóðinni og umheiminum því að Ísland verði kolefnishlutlaust og hafi náð fullum orkuskiptum árið 2040. Ísland á þá að vera óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra ríkja í heiminum. Við höfum aðeins átján ár til þess að ná þessu risastóra markmiði. Enginn teljandi pólitískur ágreiningur virðist...

Stærstu efnahagsákvarðanir þessa árs birtast í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem búið er að samþykkja, væntanlegum vaxtaákvörðunum Seðlabankans og kjarasamningum í haust. Samtök launafólks segja að nóg sé til. Þau benda á margföldun eigna á hlutabréfamarkaði, methagnað banka og góða afkomu sjávarútvegs. Eigi að síður ætla þau að...

Messa heilags Þorláks að vetri markar lok jólaföstu. Lengst af á minni tíð var þessi dagur verslunarhátíð ársins. Nú hefur svartur fössari fyrir jólaföstu tekið við því hlutverki. Um miðaftan á morgun gengur svo í garð stærsta andlega hátíð ársins. Hver nýtur hennar að sínum hætti. Undarlegt...