Þorsteinn Pálsson

Fróðlegt er að skoða deiluna, sem staðið hefur um ráðningu ritstjóra Nordic Economic Policy Review, í þessu ljósi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafnaði tillögu um ráðningu Þorvaldar Gylfasonar prófessors til starfsins. Forsendur ákvarðana Allar ákvarðanir ráðherra þurfa að uppfylla tvö skilyrði. Annars vegar þarf heimildin til þess að...

Álaugardaginn var, þegar sjötíu og sex ár voru liðin frá innrás bandamanna í Normandí, greindi danska ríkisútvarpið frá því að breska ríkisstjórnin hefði fallist á innflutning á klórþvegnum kjúklingum og hormónabættu kjöti í fríverslunarviðræðum við Bandaríkin. Bresku blöðin The Telegraph og Financial Times upplýstu þetta...

Hluthafar í Icelandair samþykktu á fundi sínum í maí að leita eftir nýju hlutafé til að treysta rekstur félagsins. Af því tilefni flutti stjórnarformaður þess þrumuádrepu yfir þeim sem tekið hafa þátt í opinberri umræðu um þann vanda, sem félagið stendur andspænis. Stjórnarformaðurinn taldi að þar...

Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að utanríkisráðherra hefði óskað eftir heimild ríkisstjórnarinnar til þess að leyfa umfangsmiklar nýjar varnarframkvæmdir suður með sjó. Forsætisráðherra á að hafa hafnað beiðninni. Andstæðingum varnarsamvinnunnar hefur ekki áður tekist að stöðva varnarframkvæmdir þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn. Í...

Ný­leg um­mæli þeirra Loga Einars­sonar, formanns Sam­fylkingarinnar, og Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar um jöfnun at­kvæða milli lands­hluta má endur­segja þannig, að þeir telji jafn­ræði ekki for­gangs­mál.“ Þannig hefst grein, sem Þröstur Ólafs­son hag­fræðingur skrifaði ný­verið í Kjarnann. Til­efni hennar voru við­brögð þessara tveggja formanna við svari Katrínar...

Við kynningu á fyrstu neyðar­ráð­stöfunum ríkis­stjórnarinnar sagði for­maður Fram­sóknar að ekki yrði leitað inn í sams konar hag­kerfi og áður og enn fremur að öll sam­skipti við aðrar þjóðir yrðu tekin til endur­skoðunar. Í þessum anda viðra Píratar hugmyndir um einhvers konar fráhvarf frá markaðshagkerfinu. Og...

Í umræðum um getu þjóðarbúsins til viðspyrnu tala stjórnvöld aftur á móti einungis um þann styrk, sem þau telja að Ísland hafi umfram önnur lönd. Nefna má nokkur dæmi þar sem hálf sagan er sögð: 1. dæmi Stjórnvöld stappa stáli í fólk með því að endurtaka að...

Á laugardag í dymbilviku skrifuðu þau saman grein í Morgunblaðið forsætisráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Efni hennar var þörf og gagnleg brýning til fólksins í landinu um að kaupa íslenska framleiðslu á þessum erfiðu tímum. Athygli vakti þó að greinarhöfundar töldu ekki þörf á að...