Þorsteinn Pálsson

Stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í lánamálum getur valdið flekamisgengi í þjóðarbúskapnum. Þegar ríkissjóður hættir við að taka innlend lán til að fjármagna hallann breytir það stöðu hans gagnvart atvinnulífinu. Í veigamiklum atriðum ræðst samkeppnisstaða útflutningsgreina eins og ferðaþjónustu af verðgildi krónunnar og stöðugleika hennar. Stefnubreytingin leiðir til þess...

Samtök atvinnulífsins birtu nýlega á heimasíðu sinni afar skarpa aðvörun um veikleika ríkisfjármálanna. Það er mikil alvara á ferðum þegar þau segja að forsendan, sem lántökustefnan byggir á, standist ekki. Sú kenning er nú nokkuð óumdeild að ríki geti tekið gífurleg lán til þess að...

S>tjórnarsamstarf getur óhjákvæmilega veitt minnihluta völd til að stíga á bremsuna í málum, sem meirihluti er fyrir. Á lokaþingi þessa kjörtímabils er stigið oftar og fastar á þessa bremsu en áður. Svona virkar bremsan Varnarsamningurinn er eitt dæmi um þetta. Fyrir sjötíu árum var það í samræmi...

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Umhverfisráðherra og varaformaður VG hefur í opinberri umræðu um málið lýst því að með nýjum lagareglum verði unnt að stórauka verðmætasköpun ferðaþjónustu á hálendinu. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa deilt um flest ákvæði frumvarpsins. Þær deilur eru...

Umsögn Samkeppniseftirlitsins um sölu Íslandsbanka er pólitískt sprengiefni fyrir þá sök að hún endurspeglar skýra mynd af hnappheldu peningakerfisins og fjármálamarkaðarins. Jafnframt varpar hún ljósi á ófullnægjandi undirbúning málsins. Samkeppniseftirlitið telur núverandi eignarhald á viðskiptabönkunum gallað. Það er í prins­ippinu fylgjandi sölu á hlutum ríkisins. En...

Trumpisminn í Bandaríkjunum hefur í fjögur ár verið óumdeild háborg popúlismans í heiminum. Af sjálfu hefur leitt að forseti Bandaríkjanna hefur verið áhrifamesti popúlisti í heimi. Áður var hann leiðtogi lýðræðisþjóða og frjálsra viðskipta. Í síðustu viku gerðu stuðningsmenn Donalds Trumps áhlaup á þinghúsið og stöðvuðu...

Sjóðsöfnun lífeyrisréttinda er styrkasta stoð velferðarkerfisins. Grunnurinn að því var lagður í kjarasamningum fyrir hálfri öld. Á nýju ári stendur það við vatnaskil. Sívaxandi þungi í kröfum stjórnvalda um að lífeyrissjóðir fjármagni óhjákvæmilega skuldasöfnun ríkissjóðs vegna kórónuveirukreppunnar veldur tvíþættri ógn: Önnur er sú að við getum...