Fréttir & greinar

Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi...

Við fögnum Evrópuhátíðinni sem er þessa vikuna. Og að sjálfsögðu er kviss! Það er bæði Evrópudagurinn í dag. Svo hefst Eurovision í kvöld með fyrstu undankeppninni. Það er góð upphitun fyrir fimmtudagskvöldið þegar Diljá mun sýna styrk sinn, þegar hún...

Mestu kjarabætur sem almenningi á Íslandi standa til boða er uppstokkun á markaði daglegrar neysluvöru. Við borgum meira fyrir mat og aðrar nauðsynjar en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Það kemur harðast niður á þeim sem minnst...

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja...

Í mínu fyrra lífi sem blaðamaður hér á þessu ágæta dagblaði fór ég í góða ferð til Grænlands og tók viðtöl við fólk um líf þess og störf. Eitt viðtalið fór fyrir lítið því þegar ég mætti fyrir utan litlu...

Það er ljóst þegar ársreikningur Reykjavíkur 2022 er skoðaður að nú er tími aðhalds, hagræðingar og endurskipulagningar. Rekstrarhallinn var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en í samræmi við hvað við sáum þegar leið á árið þegar verðbólgan rauk upp og...

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn...

Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Fá efast um einlægan vilja ráðherrans. Vandi hans felst ekki í andstöðu þjóðarinnar við markmiðin....

Það var sláandi að heyra af framgöngu fjármálaráðuneytisins í máli sem varðar tollflokkun á jurtapitsuosti. Sérhagsmunagæslan er með ólíkindum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók málið fyrir í síðustu viku þar sem fulltrúar Félags atvinnurekenda röktu söguna og lögðu fram gögn...

Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur...