Benedikt Jóhannesson

Þeir sem villast af réttri leið þurfa að finna hana aftur, en það er ekki alltaf auðvelt. Margir töldu að í kjölfar hrunsins myndi koma fram ný tegund stjórnmálamanna. Fólk sem einbeitti sér að lausnum á vanda samfélagsins, en ekki eigin pólitískum markmiðum og karpi...

Grunnstefna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum er aðför að einkarekstri. „Lausnir“ hennar eru meira fjármagn til málaflokksins, en lítill áhugi á því að verja því fé með hagkvæmum hætti fyrir sjúklinga. Aðgerðum er beint til útlanda fremur en að skipta við íslenskar einkareknar læknastöðvar. Hagkvæmni og þægindi...

Bændablaðið er áhugavert aflestrar. Í síðasta tölublaði er sagt frá enn einu matvælasvindlinu í Evrópu, afrískri svínapest og þjófnaði á ösnum í Keníu. Í aðsendri grein kemur fram að „íslenskt smjör er í úrvalsdeild á heimsvísu hvað varðar bragð, lit og áferð“.Svo er líka grein...

Tvennt veldur því öðru fremur hve lítið álit almenningur hefur á stjórnmálamönnum. Annars vegar hve auðveldlega þeir skipta margir um skoðun, jafnvel sannfæringu, eftir því hvað hentar þeirra frama hverju sinni. Hitt er hve fljótt þeir temja sér hroka og yfirlæti þegar þeir hafa náð...

Nú er tveir mánuðir síðan sjónvarpið fjallaði um meint afbrot íslensks fyrirtækis í Afríku. Ekki er of djúpt í árinni tekið að segja að þjóðin hafi verið slegin eftir þáttinn. Fréttir bárust af því að nokkrir hefðu í kjölfarið verið handteknir í Namibíu, ráðherrar þurftu...

Nú í haust kom út merkileg saga um Jakobínu Sigurðardóttur, skáld og konu, eftir dóttur hennar, Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Jakobína fæddist í Hælavík á Hornströndum, einhverjum afskekktasta stað á landinu, fyrir um 100 árum, en ekki er nema liðlega aldarfjórðungur síðan hún lést. Hún var...

Fyrir skömmu voru göngin undir Vaðlaheiði formlega opnuð. Ég gladdist og fór norður til þess að fagna tímamótunum. Ekki er ofmælt að gleðin hafi skinið af hverri vonarhýrri brá við opnunarathöfnina. Göngin opna nýja möguleika, vegalengdir styttast, atvinnusvæði stækkar og nýjar hugmyndir kvikna. Sveitarfélögin eru...