Hanna Katrín Friðriksson

Þingflokksformaður Viðreisnar. Gift Ragnhildi Sverrisdóttur. Eiga saman tvær tvítugar dætur, þær Elísabetu Friðriksson og Margréti Friðriksson. Áhugamálin eru vandræðalega hefðbundin, íþróttir, útivist og lestur. Hanna Katrín brennur fyrir almannahagsmunum sem felast í opnu, frjálslyndu og umhverfisvænu samfélagi.

Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur...

Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé...

Það eru blikur á lofti. Léttir skýjahnoðrar sem fyrir tæpum mánuði leyndust úti við sjóndeildarhringinn hafa færst nær, dökknað og hóta nú úrhelli. Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir þjóð sem hafði mætt í bólusetningu, glaðst yfir góðu skipulagi heilbrigðisþjónustunnar og fundið réttilega til sín vegna...

Ásíðasta degi þessa þingvetrar samþykkti Alþingi einróma þingsályktunartillögu mína um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum. Í því felst að mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið falið af Alþingi að móta stefnuna í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins og skila af...