Hanna Katrín Friðriksson

Þingflokksformaður Viðreisnar. Gift Ragnhildi Sverrisdóttur. Eiga saman tvær tvítugar dætur, þær Elísabetu Friðriksson og Margréti Friðriksson. Áhugamálin eru vandræðalega hefðbundin, íþróttir, útivist og lestur. Hanna Katrín brennur fyrir almannahagsmunum sem felast í opnu, frjálslyndu og umhverfisvænu samfélagi.

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70...

Fleiri hundruð Íslend­inga bíða eft­ir val­kvæðum aðgerðum á borð við liðskipti, efna­skipta- og auga­steinsaðgerð. Þrátt fyr­ir orðalagið er erfitt að halda því fram við fólkið sem bíður aðgerðanna að nokkuð sé val­kvætt við þær. Lífs­gæði fólks­ins velta á því að það fái þessa þjón­ustu og...

Stjórnmálamenn koma og fara. Það gera formenn flokkanna líka, og jafnvel stórir hlutar grasrótar. Þannig breytast eða hverfa kosningamál og stjórnmálaáherslur einstakra flokka. Heilbrigðismál hafa þó löngum verið stórt kosningamál enda er það eitt stærsta verkefni stjórnvalda, hvar sem er, að tryggja fólki viðunandi heilbrigðisþjónustu. Þó að...

Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar...

Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur...

Djúpstæður ágreiningur stjórnarflokkanna þriggja á síðasta kjörtímabili varðandi hálendisþjóðgarð, sem þó var eitt af kjölfestumálunum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, gerði að verkum að málið var andvana fætt. Þáverandi umhverfisráðherra sagði að þrátt fyrir allt fælust í þeirri niðurstöðu skýr skilaboð Alþingis til ríkisstjórnar og ráðherra um...