Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Alþingismaður og formaður Viðreisnar. Gift Kristjáni Arasyni og eiga þau þrjú börn, Gunnar Ara (26 ára), Gísla Þorgeir (23 ára) og Katrínu Erlu (18 ára). Hundur fjölskyldunnar heitir Birta og er gulur labrador. Áhugamál eru Sveitalífið, bækur, ferðalög, göngur, listir, íþróttir, rólegheit. Þorgerður Katrín brennur fyrir því að fara frá kyrrstöðupólitík ríkisstjórnarinnar og gefa framtíðinni tækifæri.

Viðreisn hef­ur lengi kallað eft­ir auknu aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um, betri rekstri og nýt­ingu fjár­muna. Löngu fyr­ir kór­ónufar­ald­ur­inn vöruðum við við linnu­lausri út­gjaldaþenslu rík­is­sjóðs enda rík­is­fjár­mál­in þá orðin ósjálf­bær. En í stað þess að stíga á brems­urn­ar var gefið í af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Verðbólg­an og gríðar­há­ir vext­ir...

Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En...

-Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Það er gott að vera komin aftur til starfa á Alþingi. Sumarið var eins alþjóð veit afhjúpandi fyrir ríkisstjórnina og veikleika hennar. Hver ráðherrann situr nú í sínu horni og spilar á sitt hljóðfæri. Vanalega væri það ekki vandamál fyrir utan að...

Leiftrandi ræða Sig­mars Guðmunds­son­ar í eld­hús­dagsum­ræðunum ýtti við rit­stjór­um Morg­un­blaðsins til þess að skrifa rit­stjórn­ar­grein und­ir fyr­ir­sögn­inni: Evr­ópuþrá­hyggja. Þar færa rit­stjór­arn­ir fram rök­semd­ir í sex liðum gegn fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og evr­ópska mynt­banda­lag­inu. At­hygl­is­vert er að þeir telja nú nauðsyn­legt að rök­styðja af­stöðu sína. Fram...