Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Alþingismaður og formaður Viðreisnar. Gift Kristjáni Arasyni og eiga þau þrjú börn, Gunnar Ara (26 ára), Gísla Þorgeir (23 ára) og Katrínu Erlu (18 ára). Hundur fjölskyldunnar heitir Birta og er gulur labrador. Áhugamál eru Sveitalífið, bækur, ferðalög, göngur, listir, íþróttir, rólegheit. Þorgerður Katrín brennur fyrir því að fara frá kyrrstöðupólitík ríkisstjórnarinnar og gefa framtíðinni tækifæri.

Þegar þing kom sam­an að aflokn­um kosn­ing­um í fyrra flutti ég ásamt öðrum þing­mönn­um Viðreisn­ar til­lögu á Alþingi um að fela ut­an­rík­is­ráðherra að meta stöðu Íslands í fjölþjóðasam­vinnu í ljósi umróts í heim­in­um og þeirra miklu breyt­inga sem orðið hafa í alþjóðamál­um. Í kjöl­farið á inn­rás...

Síðasta ára­tug hefur ólík hug­mynda­fræði aftur orðið ríkur þáttur pólitískrar um­ræðu og pólitískra á­taka. Víða á hug­mynda­fræði lýð­ræðis­skipu­lagsins í vök að verjast. Eins vex ein­angrunar­hyggju ás­megin með frá­hvarfi frá hug­mynda­fræði frjálsra við­skipta sem hafa tryggt smáum og stórum ríkjum jafna mögu­leika með sam­eigin­legum leik­reglum í fjöl­þjóða­sam­vinnu. Brexit...

Loksins: For­sætis­ráð­herra segist hafa á­hyggjur af sam­þjöppun í ís­lenskum sjávar­út­vegi. For­sætis­ráð­herra hefur einnig á­hyggjur af skorti á sam­fé­lags­leg á­byrgð í sjávar­út­vegi. For­sætis­ráð­herra hefur ofan á allt á­hyggjur af til­flutningi auðs í sjávar­út­vegi. Þetta eru við­brögð for­sætis­ráð­herra eftir kaup Síldar­vinnslunnar á Vísi í Grinda­vík. Þjóðin hefur lengi haft...

Það eru ríf­lega fimm ár síðan stjórn­ar­flokk­arnir tóku við völd­um. Á hálfum ára­tug hefur stjórn­inni því gef­ist nægur tími til verka. Staðan á vinnu­mark­aði sýnir þó að enn er langt í land í jafn­rétt­is­mál­um. Kerf­is­bundna órétt­lætið Að und­an­förnu hefur Banda­lag háskóla­manna beint spjótum að þessum vanda. Í...

Stjórn­málin eru ger­breytt eftir inn­rásina í Úkraínu. Í Noregi hefur um­ræðan um aðild landsins að ESB orðið há­værari, Sví­þjóð og Finn­land hafa sótt um aðild að NATO og Danir hafa kosið að hefja þátt­töku í varnar­sam­starfi ESB. Í ná­granna­ríkjunum er sam­staða um þörfina fyrir endur­mat...

Aðild Íslands að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins var á sín­um tíma mun stærra skref en loka­skrefið þaðan til fullr­ar aðild­ar verður. Með því að stíga þetta skref styrkj­um við til muna bæði póli­tíska og efna­hags­lega stöðu lands­ins á nýj­um um­brota­tím­um. Efna­hags­sam­vinna með þeim þjóðum, sem byggja á...