Viðreisn

Aðalfundur Norðausturráðs Viðreisnar

03.04.18

Aðalfundur Norðaustrráðs var haldinn 24. mars á Strikinu á Akureyri. Þar kom mikið kjarnafólk saman og ræddi starfsárið, s.l. Alþingiskosningar, komandi sveitarstjórnarkosningar og hvernig hægt væri að byggja upp starf Viðreisnar í landsbyggðunum. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mætti á fundinn og hélt erindi.

Í nýkjörinni stjórn Norðausturráðs sitja: Hólmar Svansson (formaður), Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, Erlingur Arason, Ingibjorg Gudlaug Jonsdottir og Anna Hildur Guðmundsdóttir.
Þá hlutu kjör sem varamenn Rut Jónsdóttir og Guðmundur Ragnar Frímann. Skoðunarmenn reikninga eru Hildur Betty Kristjánsdóttir og Guðmundur Þórarinn Tulinius.

Fleiri greinar