Viðreisn

Ályktun ráðgjafaráðs Viðreisnar

17. september 2017
17.09.17

Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta Íslands um að sitja áfram í ráðuneytum sínum, enda er þar byggt á langri stjórnskipulegri hefð á Vesturlöndum.

Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga.

Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns: stjórn Viðreisnar, þingflokkur, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.

Fleiri greinar