Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í október næstkomandi. Listann skipa sterkir og ólíkir einstaklingar sem eru tilbúnir að stíga inn í hið pólitíska landslag og beita sér fyrir breytingum. Listinn er leiddur af Hönnu Katrínu Friðriksson, framkvæmdastjóra, og fléttaður konum og körlum til jafns.
- Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri
- Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
- Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður
- Geir Finnsson, háskólanemi
- Sigríður María Egilsdóttir, laganemi
- Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur
- Margrét Cela, verkefnastjóri
- Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
- Sigrún Helga Lund, tölfræðingur
- Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri
- Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi
- Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari
- Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum
- Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir
- Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi
- Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir
- Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
- Daði Guðbjörnsson, listmálari
- Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri
- Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri
- Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir
- Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri