Viðreisn

Kópavogur til framtíðar

Fréttatilkynning frá BF Viðreisn í Kópavogi
13.04.18

Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí n.k. undir slagorðinu Kópavogur til framtíðar.

Á lista framboðsins er samhentur hópur fólks sem brennur fyrir málefni bæjarins og hefur fulla trú á því að hægt sé að gera góðan bæ betri! Listinn er skipaður jafn mörgum konum og körlum og er fléttulisti. Þannig teljum við að hægt sé að koma sem flestum sjónarmiðum að.

Oddviti listans er Theodóra Þorsteinsdóttir. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur getið sér gott orð sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs á yfirstandandi kjörtímabili. Í öðru sæti er landsþekktur íþróttakappi, Einar Þorvarðarson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og framkvæmdastjóri HSÍ til 17 ára. Einar á djúpar rætur í bæjarfélaginu og var meðal annars einn af stofnendum íþróttafélagsins HK á sínum tíma. Aðrir einstaklingar á listanum koma úr ýmsum áttum, eru á mismunandi aldri og búa víðsvegar í bæjarfélaginu en standa allir sem einn fyrir traust gildi sem sameinast í grunngildum framboðsins.

Tíundi hver íbúi landsins býr í Kópavogi. Bærinn er þriðji stærsti vinnustaður landsins og er miðstöð atvinnulífs og þjónustu á mörgum sviðum. Starfsmenn bæjarins skila af sér yfir 2.300 ársverkum. Sameiginleg áskorun kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn er að veita íbúum framúrskarandi þjónustu, að tryggja ánægju starfsmanna og að ná árangri við félagslegar framfarir sem sveitarfélagið ber ábyrgð á. Forsendan fyrir því að ná besta mögulega árangri er að vinna verkin í þverpólitískri sátt óháð stjórnmálaflokkum. Þannig höfum við unnið á kjörtímabilinu og þannig viljum við vinna áfram. Með framsækinni stefnumótun fyrir Kópavog höfum við sett okkur háleit markmið og sýnum árangur okkar í verki með skýrum árangursmælikvörðum.

  • BF Viðreisn vill taka þátt í því að efla sjálfbæra þróun í Kópavogi og horfum því til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þar er stefnt að því að útrýma fátækt og mismunun, auka velmegun allra og gera heiminn að betri stað. Við leggjum okkar af mörkum þar.
  • BF Viðreisn vill fjölga úrræðum til að styðja fjárhagslega við barnafjölskyldur sem búa við fátækt og ráðast í markvissar aðgerðir, m.a. með stofnun tómstundasjóðs velferðarsviðs og þéttu samstarfi við félagasamtök, íþróttafélög og tómstundafélög. Með því verði börnum sem búa við fátækt veitt sömu tækifæri og öðrum börnum til að njóta m.a. tómstunda, íþrótta, góðrar næringar og samverufrístunda með fjölskyldum sínum.
  • BF Viðreisn vill fjölga félagslegum íbúðum með því að tryggja áfram forkaupsrétt bæjarins að hluta nýrra íbúða í hverfum sem eru í uppbyggingu.
  • BF Viðreisn vill setja nýja menntastefnu fyrir Kópavog og tryggja þannig að bærinn verði áfram leiðandi á sviði menntamála. Í því felst að hlúa bæði að nemendum og kennurum og styrkja sérstaklega list- og verkgreinakennslu til að gera ungt fólk tilbúið til þátttöku í breyttu samfélagi nútímans. Einnig munum við halda áfram því góða starfi sem Kópavogur hefur staðið fyrir í uppbyggingu aðstöðu fyrir íþróttafélögin í bænum.
  • BF Viðreisn vill halda áfram að þróa íbúalýðræði í Kópavogi og auka samráð við íbúa við að endurbæta hverfin. Hefja þarf uppbyggingu á göngu- og hjólastígum í samræmi við nýjar samræmdar leiðbeiningar um hönnun hjólreiðastíga til að tryggja öryggi vegfarenda. Við viljum ráðast í átak í uppbyggingu opinna svæða og leiksvæða og halda áfram endurnýjun skólalóða.
  • BF Viðreisn vill að fyrsta barnamenningarhúsið verði opnað í Kópavogi í samræmi við nýlegar áherslur menningarstefnu Kópavogsbæjar. Með því viljum við glæða lestrargleði og styðja við bókmenntaáhuga barna með því að flétta saman lestur, sköpun og leik.
  • BF Viðreisn vill hvetja ríkisvaldið til að staðsetja háskóla í Kópavogi og viljum leggja okkar af mörkum við að búa Listaháskóla Íslands góða starfsumgjörð í bæjarfélaginu.
  • BF Viðreisn vill taka forvarnir föstum tökum í anda áherslna um bætta lýðheilsu sem fram koma í nýrri stefnu um málaflokkinn. Við leggjum áherslu á andlega líðan, næringu, hreyfingu og öryggi í umhverfi okkar.
  • BF Viðreisn vill áfram stuðla að ábyrgri fjármálastjórn og leggja áherslu á niðurgreiðslu skulda. Góður árangur hefur náðst á kjörtímabilinu í rekstri sveitarfélagsins. Engin lán hafa verið tekin fyrir framkvæmdum og ef haldið verði áfram á sömu braut agaðrar fjármálastjórnunar og ráðdeildar, skapast fjölmörg tækifæri til að efla grunnþjónustu, halda áfram að lækka álögur og ráðast af krafti í ný verkefni.

 

Listi BF Viðreisnar í Kópavogi 2018

 

1.         Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og lögfræðingur

2.         Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri og handboltaáhugamaður

3.         Ragnhildur Reynisdóttir, ljósmóðir og sölustjóri

4.         Hreiðar Oddsson, grunnskólakennari og skáti

5.         Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og stjórnmálafræðingur

6.         Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur og f.v. forseti sveitarstjórnar Norðurþings

7.         Margrét Ágústsdóttir, viðskiptastjóri og þríþrautarálfur

8.         Guðlaugur Þór Ingvason, sölumaður og nemi í MK

9.         Auður Sigrúnardóttir, MA í klínískri sálfræði og verkefnastjóri

10.       Andrés Pétursson, sérfræðingur og knattspyrnuáhugamaður

11.       Soumia I Georgsdóttir, viðskiptafræðingur og atvinnurekandi

12.       Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, lögregluþjónn

13.       Ólafur Árnason Klein, laganemi og formaður miðstjórnar Uppreisnar

14.       Valéria Kretovicová, barnahjúkrunarfr. og áhugamanneskja um uppeldi og velferð barna

15.       Elvar Bjarki Helgason, viðskiptafræðingur

16.       Fjóla Borg Svavarsdóttir, grunnskólakennari

17.       Kristinn Sverrisson, grunnskólakennari og þjálfari

18.       Sigríður Sía Þórðardóttir, tölvunarfræðingur og forstöðumaður

19.       Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur

20.       Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur og formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs

21.       Theódór Júlíusson, leikari og  íþróttaáhugamaður

Fleiri greinar