Viðreisn

Opið hús um heilsueflingu eldri borgara

04.04.19

Á laugardag komandi, 6. apríl, stendur öldungaráð Viðreisnar fyrir opnum fundi um heilsueflingu eldri borgara.

Fundurinn fer fram í Ármúla 42 og stendur í þetta sinn yfir frá klukkan 11-12.

Fundurinn er skipulagður af öldungaráði Viðreisnar og er yfirskrift hans ,,Heilsan á eftir árum".

Erindi flytur Janus Guðlaugsson, PhD - Íþrótta og heilsufræðingur en fundarstjóri er Gudbjorg Ingimundardottir, formaður öldungaráðs Viðreisnar.

Að fundi loknum er boðið upp á súpu og brauð.

Fundinum er að vanda streymt beint á Facebooksíðu Viðreisnar og hefst útsending klukkan 11. Við opnum húsið klukkan 10:30. Heitt á könnunni, verið öll hjartanlega velkomin í Ármúlann.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook. 

Fleiri greinar