Ráðgjafaráð Viðreisnar kallað saman

15.09.17

Ráðgjafaráð Viðreisnar er kallað til fundar í dag, föstudaginn 15. september kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum flokksins í Ármúla 42. Í ráðgjafaráði eiga sæti stjórn Viðreisnar, þingflokkur, formenn málefnanefnda, stjórn sveitarstjórnarráðs (sem enn er óskipað) og stjórnir landshlutaráða. Ráðgjafaráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsþings.

Fleiri greinar