Viðreisn

Skráning á milliþing Viðreisnar 2. mars

07.02.19

Opnað hefur verið fyrir skráningu á fyrsta milliþing Viðreisnar sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 2. mars. Yfirskrift þingsins er Hjartað í Evrópu og má gera ráð fyrir umræðum um Evrópu, frjálslyndi og umhverfið okkar svo eitthvað sé nefnt. Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. 

Hér er hlekkur á skráningarsíðuna og er um að gera að skrá sig sem allra fyrst.

Aðgangseyri er stillt í hóf og er aðeins 2000 krónur en boðið verður upp á léttar veitingar í hléi og kokteil í lok dags.Húsið opnar klukkan 12:30 og dagskrá stendur yfir frá klukkan 13 til 18.
 Flokksmenn eru jafnframt hvattir til að skrá sig í kvöldmat í Björtuloftum sem hefst að loknu þingi. 

Við hlökkum til að sjá þig!

Fleiri greinar