Viðreisn

Stöndum með menningu

Samtal við Fríðu Björk Ingvarsdóttur
03.02.17

Mennta- og menningarmálahópur Viðreisnar stendur fyrir sérstökum opnum fundi um Listaháskóla Íslands mánudaginn 6. febrúar kl. 17:00. Þar mun Fríða Björk Ingvarsdóttir greina frá starfi Listaháskóla Íslands, sem er stærsta listastofnun landsins. Fjallað verður um hlutverk skólans í samfélagslegu samhengi, tækifæri á sviði rannsókna og nýsköpunar auk hlutdeildar hinna skapandi greina í íslensku atvinnulífi. Þeirri spurningu verður velt upp hvort ekki sé verið að hefta tækifæri til þróunar og atvinnusköpunar með því að sníða skólanum jafn þröngan stakk og raun ber vitni, auk þess sem horft verður til áratugalangra húsnæðishrakninga starfseminnar. 

Fundarstjóri verður Birna Hafstein.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42. Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Fleiri greinar