Viðreisn

Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson til Viðreisnar

07.09.16
Höfundur: Viðreisn

Viðreisn hlaut góðan liðsauka í dag með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrv. menntamálaráðherra og forstöðumanni mennta- og nýsköpunarsviðs SA og Þorsteini Pálssyni, fyrrv. forsætisráðherra og ritstjóra Fréttablaðsins.

Þau ganga saman í stóra og fjölbreytta flóru fólks sem komið hefur úr öllum áttum, en hefur það sameiginlega markmið að vilja sjá nýtt frjálslynt afl á Alþingi sem er reiðubúið að ráðast í þarfar kerfisbreytingar.

Bæði hafa þau langa sögu sem vert er að fara vel í gegnum. Þorgerður verður á lista Viðreisnar í haust og hér má sjá viðtal í Kastljósi í kvöld.

Fleiri greinar