Viðreisn

Viðreisn á fundi fólksins

Föstudaginn 2. september og laugardaginn 3. september tekur Viðreisn þátt á Fundi Fólksins í Norræna húsinu.
31.08.16
Höfundur: Viðreisn

Fundurinn er tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál þar sem allir helstu stjórnmálaflokkar landsins og félagasamtök taka þátt. Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í líflegum umræðum!

Viðreisn verður með bás í stjórnmálatjaldinu báða dagana kl. 11:00-18:00

Dagskráin er síðan eftirfarandi:

Föstudagur:

Kl. 12:00 - Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, flytur erindi ásamt öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna

Kl. 14:00 - Jóna Sólveig Elínardóttir flytur erindi fyrir hönd Viðreisnar á stóra sviðinu

Kl. 14:00 - Páll Rafnar Þorsteinsson fjallar um stefnu Viðreisnar í menningarmálum hjá Bandalagi Íslenskra Listamanna

Kl. 15:00 - Þorsteinn Víglundsson flytur erindi fyrir hönd Viðreisnar á stóra sviðinu

Kl. 15:00 - Jóna Sólveig og Katrín Sigríður Steingrímsdóttir fjalla um stefnu Viðreisnar í umhverfismálum hjá Landvernd

Kl. 15:30 - Gylfi Ólafsson tekur þátt í viðburði á vegum samtakanna París 1.5°

Laugardagur:

Kl. 14:00 - Benedikt Jóhannesson flytur erindi á viðburði á vegum Siðmenntar

Kl. 14:30 - Bjarni Halldór Janusson tekur þátt í viðburði hjá Landssambandi Æskulýðsfélaga

Fleiri greinar