Viðreisn

Viðreisn kynnti í dag aðgerðir sínar til að útrýma kynbundnum launamun

10.10.16
Höfundur: Viðreisn

Á blaðamannafundi í dag kynnti Viðreisn róttækar en raunhæfar aðgerðir sínar til að útrýma óútskýrðum launamun kynjanna.

Óútskýrður kynbundinn launamunur er ólöglegur og hefur verið um árabil. Þrátt fyrir þetta er óútskýrður kynbundinn launamunur viðverandi vandamál á vinnumarkaði og hefur staðið í stað, í 10%, síðustu 10 árin skv. nýjustu könnun VR. Lög eru til einskis ef þeim er ekki fylgt eftir. Stjórnvöld hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu.

Viðreisn hefur samið frumvarp sem gerir fyrirtækjum og stofnununum með 25 eða fleiri starfsmenn skylt að undirgangast jafnlaunavottun samhliða ársreikningsskilum.

Jafnlaunavottun er mælikvarði frá Staðlaráði Íslands sem notaður er til að mæla óútskýrðan kynbundinn launamun. Fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri munu þurfa að undirgangast þessa mælingu árlega og verða niðurstöðurnar birtar samhliða ársreikningi.

Frumvarpið verður fyrsta þingmál Viðreisnar.

Með þessum hætti verður gert opinbert ef fyrirtæki og stofnanir greiða starfsmönnum sínum ólík laun vegna kynferðis en ekki málefnalegra sjónarmiða. Með þessum hætti verður gert opinbert ef fyrirtæki og stofnanir fremja lögbrot í launastefnu sinni. Með þessum hætti verða almannahagsmunir settir í forgang og óútskýrður kynbundinn launamunur upprættur.

Viðreisn X-C

Fleiri greinar