Viðreisn

Viðreisn með tæp 11% í Þjóðarpúlsi Gallup

Flokkurinn er fjórði stærsti flokkur landsins
01.09.16
Höfundur: Viðreisn

Samkvæmt nýjustu tölum í Þjóðarpúlsi Gallup er Viðreisn fjórði stærsti flokkur landsins með 10.6% fylgi. Í fyrri könnun var fylgið 9.1% og er fylgisaukningin því upp á 1.5 prósentustig. 

Könnunin var gerð á tímabilinu 26. júlí til 31. ágúst. Heildarúrtaksstærð var 5.764 manns og þátttökuhlutfall var 54.9%

Þá kemur einnig fram að Sjálfstæðsflokkur fer úr 26.2% í 26.3% fylgi, Píratar bæta við sig og fara úr 25.3% í 25.8% og Vinstri græn fara úr 16.8% í 16.2% fylgi.

Samfylking bætir við sig og er nú með 8.3% fylgi, en var áður með 8% slétt. Framsóknarflokkur fer úr 9.9% niður í 9% slétt. Þá fer Björt Framtíð úr 4.2% í 2.9% fylgi.

Einnig kemur fram að um eitt prósent aðspurðra myndi kjósa aðra flokka, næstum 7% myndu skila auðu eða ekki kjósa og ríflega 11% taka ekki afstöðu.

Frá þessu er greint í fréttum www.ruv.is.

Fleiri greinar