Viðreisn

Vilt þú hafa áhrif á samfélagið?

Viðreisn leitar að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum sem vilja slást í hópinn og taka þátt í framboðum flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
17.02.18

Í komandi sveitarstjórnarkosningum velja kjósendur fólk til að stýra nærumhverfi okkar um land allt. Vilt þú vera í þeim hópi sem tekur ákvarðanir um skólana, leikskólana, málefni aldraðra, gangstéttarnar, snjómoksturinn, þjónustu við fatlaða, sundlaugar, íþróttastarfið og alla hina þjónustuna sem sveitarfélögin veita?

Viðreisn er frjálslyndur, alþjóðasinnaður og jafnréttissinnaður flokkur. Við viljum frjálst og opið samfélag þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi.

Viðreisn leitar að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum sem vilja slást í hópinn og taka þátt í framboðum flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Áhersla er lögð á að á framboðslistum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Konum og körlum er skipað jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar. Í einhverjum tilvikum munu fulltrúar Viðreisnar taka þátt í sameiginlegum framboðslistum með öðrum stjórnmálaöflum.

Sérstaklega er leitað að fólki í eftirfarandi sveitarfélögum:

 • Reykjavík
 • Kópavogi
 • Hafnarfirði
 • Akureyri
 • Reykjanesbæ
 • Garðabæ
 • Mosfellsbæ
 • Árborg
 • Akranesi
 • Seltjarnarnesi
 • Ísafjarðabæ

Við tökum fólki víðar um landið að sjálfsögðu fagnandi. Ef þú átt samleið með okkur og ert tilbúin/-n að leggja krafta þína og metnað í starfið, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á [email protected]ðreisn.is.

Við leitum líka að fólki sem vill hjálpa til við að byggja upp öflugan flokk og taka þátt í komandi kosningabaráttu. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Viðreisnar að Ármúla 42 í Reykjavík í síma 415 3700 eða með því að senda tölvupóst á [email protected]ðreisn.is.

 

Fleiri greinar