Viðreisn starfrækir málefnanefndir, sem hafa það hlutverk að stýra stefnumótun og afmörkun einstakra mála og málaflokka á landsvísu. Þátttaka í starfi málefnanefnda er opin öllum félögum í Viðreisn. Landsþing velur formann til þess að stýra og bera ábyrgð á störfum hverrar málefnanefndar. Hver nefnd kýs síðan minnst tvo meðstjórnendur. Stjórn hverrar nefndar ákveður tímasetningu og dagskrá funda og kynnir með áberandi hætti fyrir félögum. Fundir málefnanefnda eru að jafnaði haldnir í húsnæði flokksins í Ármúla 42 í Reykjavík en nefndarmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta hringt sig inn á fundi. Til að setja sig í starf nefndanna er best að senda póst á netfangið [email protected].

Atvinnumál:
Auðbjörg Ólafsdóttir, formaður

Efnahagsmál:
Guðlaugur Kristmundsson, formaður

Heilbrigðis- og velferðarmál:
Hilda Cortez, formaður

Innanríkismál:
Aron Freyr Jóhannsson, formaður

Jafnréttismál:
Oddný Arnarsdóttir, formaður

Mennta- og menningarmál:
Valdimar Birgisson, formaður

Umhverfis- og auðlindamál:
Jón Þorvaldsson, formaður

Utanríkismál:
Raghneiður Kr. Finnbogadóttir, formaður