Aðalfundur Suðvesturráðs

22.05.17

Stjórn Suðvesturráðs, landshlutaráðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, boðar til fyrsta aðalfundar þann 30. maí næstkomandi kl.16.15 á skrifstofu flokksins að Ármúla 42, 2.hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum flokksins í Suðvesturkjördæmi.
 
Á fundinum verður kosið til trúnaðarstarfa í landshlutaráðinu, engin önnur mál verða á dagskrá. Að aðalfundarstörfum loknum verða umræður um heilbrigðis- og velferðarmál á vegum málefnanefndar Viðreisnar um velferðarmál. 
 
Dagskrá:

  • Kosning formanns
  • Kosning fjögurra stjórnarmanna
  • Kosning tveggja varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

Framboð til stjórnar og annarra embætta skulu berast eigi síðar en 23. maí næstkomandi til framkvæmdastjóra Viðreisnar á netfangið [email protected].