Aðalfundur Viðreisnar í Hafnarfirði

05.01.18

Aðalfundur Félags Viðreisnar í Hafnarfirði verður haldinn
miðvikudaginn 17. janúar 2018.

Fundurinn verður á veitingahúsinu A. Hansen, Vesturgötu 4 í Hafnarfirði og hefst klukkan 20:00

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, auk umræðna um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Fundurinn er opinn öllum

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í starfi Félags Viðreisnar í Hafnarfirði eru hvattir til að senda tölvupóst á [email protected]
-----------------------------------------------------------------------------------------
Í 5. grein laga Félags Viðreisnar í Hafnarfirði segir m.a.:

Aðalfund félagsins skal halda árlega og eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar. 

Aðalfundur er opinn öllum skráðum félögum og skal hann boðaður með netpósti til skráðra félaga með minnst tveggja vikna fyrirvara (14 daga) og skal dagskrá fundarins koma fram í fundarboðinu. Stjórnin boðar til aðalfundar, ákveður fundarstað og -tíma. Gildir hið sama um aðra fundi félagsins. Framboð til stjórnar skal senda með netpósti til formanns félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 
1. Skýrsla stjórnar 
2. Reikningar lagðir fram, staðfestir af skoðunarmönnum 
3. Umræður og afgreiðsla ályktana 
4. Kosning formanns 
5. Kosning fjögurra stjórnarmanna 
6. Kosning tveggja manna varastjórnar 
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 
8. Kosning fulltrúa í landshlutaráð. Kosinn skal einn fulltrúi fyrir hverja tuttugu
félagsmenn og gildir umboð þeirra til næsta aðalfundar félagsins.
10. Önnur mál. 

Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi.