Er samkeppnishæfnin að engu orðin?

Opið hús Viðreisnar
05.02.18

Á næsta fimmtudagsfundi Viðreisnar, hinn 8. febrúar, ætla Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdarstjóri hjá Odda, og Ole Anton Bieltvedt, alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir, að ræða stöðuna á Íslandi m.t.t. íslensku krónunnar og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. 

Erindi Kristjáns ber heitið "Samkeppnishæfnin að engu orðin" og erindi Ole Anton verður "Hvernig Ísland kom mér fyrir sjónir eftir 27 ára fjarveru".

Íslenskt atvinnulíf þekkir vel það erfiða rekstrarumhverfi sem fylgir örgjaldmiðli eins og íslensku krónunni og hefur sterk króna síðustu missera reynst mörgum útflutningsgreinum þungbær. Þetta á við um sjávarútveg, sprotafyrirtæki og ferðaþjónustu. Óstöðugur og dýr gjaldmiðill veikir samkeppnisstöðu landsins og hætta er á að hann grafi undan stöðugleika og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um efnahagsmál. Fundarstjóri er Baldur Pétursson. 

Fundurinn er haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og hefst kl. 17:30. Honum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar

Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!