Félagsfundur um samþykktir

22.07.16
Höfundur: Viðreisn

Föstudaginn 29. júlí klukkan 17.00 er boðað til félagsfundar í Viðreisn til breytinga á samþykktum (lögum flokksins). Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar að Ármúla 42.  Breytingarnar eru smávægilegar og tæknilegs eðlis og búast má við því að fundurinn verði afar stuttur. Ekki eru önnur mál á dagskrá.