Viðreisn

Framtíð grunnskólanna

Opið hús Viðreisnar
10.04.18

Grunnskólarnir verða til umræðu á næsta fimmtudagsfundi Viðreisnar. Gestur fundarins verður Þorgerður L. Diðriksdóttir, verðandi formaður Félags grunnskólakennara og mun hún flytja erindið „Hvernig ræktum við hæfileika barna til góðs fyrir þau og samfélagið“. Meðal spurninga sem við leitumst við að svara í samtali við Þorbjörgu verða: Hvaða jákvæðu nýjungar eru í skólastarfinu í dag? Hverjar eru stærstu áskoranirnar í grunnskólunum? Hvernig tryggjum við nýliðun og ánægju í kennarastéttinni?

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl kl. 17:30 í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 (ath. gengið inn um bakdyr vegna framkvæmda). Hann er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um mennta- og menningarmál. Fundarstjóri er Sara Dögg Svanhildardóttir.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebooksíðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!