Viðreisn

Fyrirtækin eru námsstaður

Samtal við Svein Aðalsteinsson
15.02.17

Mennta- og menningarmálahópur Viðreisnar stendur fyrir opnum fundi 20. febrúar nk. kl. 17:00 þar sem Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, mun fjalla um hlutverk fyrirtækja sem námsstaðar. 

Fyrirtækin eru mikilvægasti námsstaður landsins, þar fer fram nám starfsmanna og þeir auka hæfni sína í störfum. Þar sem námið er sjaldan skipulagt þá eru hvorki starfsmenn né fyrirtæki vel meðvituð um þetta hlutverk eða hvaða tækifæri felast í því. Á þessu eru auðvitað góðar undantekningar. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er sérfræðisetur í eigu aðila vinnumarkaðarins og býr til verkfæri til nota í símenntun t.d. hæfnigreiningar starfa, námskrár, raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf auk annarrar þjónustu. Rætt verður um nauðsyn skipulagðrar fræðslu á vinnustöðum og þau úrræði sem fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra standa til boða í því skyni að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, fyrirtækja og starfsmanna.

Fundarstjóri verður Hildur Betty Kristjánsdóttir.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Fundurinn er haldinn í húsnæði Viðreisnar, Ármúla 42 og verður jafnframt streymt á Facebook síðu Viðreisnar.