Leikskóli eftir fæðingarorlof - hversu stórt er skrefið?

31.01.18

Á opnum fundi Viðreisnar fimmtudaginn 1. febrúar mun Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði – og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjalla um faglegar og fjárhagslegar forsendur til þess að hægt verði til að mæta eftirspurn eftir leikskólavist að loknu fæðingarorlofi.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um velferðar- og heilbrigðismál. Hann verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17:30 í húsakynnum Viðreisnar í Ármúla 42.

Líkt og ávallt er gert með fimmtudagsfundi Viðreisnar verður honum streymt á Facebook síðu flokksins.

Heitt á könnunni. Verið öll velkomin!