Viðreisn

Málefni ungra fanga

Opið hús Viðreisnar
14.02.18
Höfundur: Birna Þórarinsdóttir

- Á ungt brotafólk að vera vistað með eldri föngum?
- Er boðið upp á fullnægjandi sálfræði- og félagslega hjálp fyrir unga fanga í refsivörslukerfinu?
- Er refsivörslukerfið okkar í stakk búið til þess að stuðla að betrun ungra fanga?

Opinn fundur á vegum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, verður haldinn fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17:30.

Óttar Gunnarsson, meistaranemi í sálfræði, mun ræða við fundarfólk um ofangreindar spurningar og aðrar sem málefninu tengjast, t.d. samskipti fanga við börn sín. Tekið verður við spurningum í lok fyrirlestrar.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og er jafnframt streymt á Facebook síðu flokksins: https://www.facebook.com/vidreisn/.

Heitt kaffi á könnunni. Verið öll velkomin!