Viðreisn

Menntun án aðgreiningar - raunhæf eða tálsýn

04.12.17

Ísland hefur löngum talið sig í fremstu röð Evrópuþjóða í að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Niðurstöður nýlegrar úttektar sem gerð var fyrir menntamálaráðuneytið sýnir hins vegar að það eru enn verulegir brestir í framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla og aðgerða er þörf.

Á opnum fundi Viðreisnar fimmtudaginn 7. desember mun Ragnar Steinþór Þorsteinsson, verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og verkefnastjóri stýrihóps um eftirfylgni, ræða niðurstöður úttektarinnar og næstu skref.

María Kristín Gylfadóttir, sérfræðingur, mun stýra fundinum sem er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um mennta- og menningarmál.

Fundurinn fer fram í Ármúla 42 og hefst kl. 17:30. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundinum á Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!