Viðreisn

Opið hús: Erlend fjárfestin á Íslandi

Staða og horfur
27.02.17

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, verður gestur Viðreisnar á næsta þriðjudagsfundi flokksins, 28. febrúar kl. 17:00. Þar mun hann flytja erindi sem ber heitið "Alþjóðavæðing í báðar áttir" og taka þátt í umræðum um erlenda fjárfestingu á Íslandi.

-Er umhverfið á Íslandi fjandsamlegt erlendri fjárfestingu? 
-Eru hindranir í veginum?
-Hvað finnst Íslendingum almennt um erlenda fjárfestingu?
-Vantar meiri erlenda fjárfestingu? Af hverju?

Þessum spurningum og mörgum öðrum verður leitast við að svara á fundinum.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um atvinnumál. Fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir, formaður hópsins.

Fundinum verður streymt af Facebook-síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúlanum og allir velkomnir!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17:00-18:00 í Ármúla 42, Reykjavík.