Opið hús - Fjármálaáætlun og 100 dagar í ríkisstjórn

23.04.17

Á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, hinn 25. apríl kl. 17:00, ætlar Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og fyrstu 100 daga stjórnarsamstarfsins. Fjármálaáætlunin er eitt mikilvægasta stefnumál ríkisstjórnarinnar og hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Það er því óhætt að spá áhugaverðum fundi með Benedikt.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um atvinnumál og fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir, formaður hópsins.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook-síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla og öll velkomin!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins. Fundunum er streymt á netinu og eru upptökur fyrri funda aðgengilegar á Facebook-síðu Viðreisnar.