Viðreisn

Opið hús með Viðreisnarfólki í Kraganum

Frambjóðendur og stuðningsmenn ræða málin
09.10.16
Höfundur: Viðreisn

Kosningabaráttan er hafin af fullum krafti.

Frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi vilja hitta sem flesta flokks- og stuðningsmenn til skrafs og ráðagerða.

Tilgangurinn er að kynnast betur, ræða stefnuna og baráttuna framundan.
Einnig og ekki síður að ræða það sem helst brennur á í landsmálunum, ásamt því sem betur má fara í kjördæminu.

Öllum liðsmönnum okkar í Suðvesturkjördæmi er því boðið í opið hús, mánudaginn 10. október frá 19.30 - 21.00 í kosningamiðstöðinni okkar að Borgartúni 8 - 16 (Höfðatorg).

Minnum þá sem hafa verið að safna meðmælendum við framboð Viðreisnar að skila inn listum og þau ykkar sem ekki hafið þegar ritað á slíka lista að nota tækfærið á staðnum.

Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest.

Skráið ykkur endilega á Facebook viðburðinn fyrir opna húsið hér og deilið sem víðast.

Baráttukveðjur,

Viðreisn og 26 frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi