Viðreisn

Opið hús - mengun frá skipum

05.09.17

Eins og fram hefur komið í fréttum menga skemmtiferðaskip mikið, bæði í siglingum og þegar þau liggja við bryggju. Á opnum fundi Viðreisnar, fimmtudaginn 7. september kl. 17:30, verður ljósi varpað á málið með áherslu á hvað hægt að gera til að bregðast við þessu vandamáli. Viðreisn vill stuðla að orkuskiptum í samgöngum og berjast gegn mengandi starfsemi.

Meðal spurninga sem leitað verður svara við eru:
-Eru skemmtiferðaskip ógn við loftgæði og heilsu?
-Ætti að banna brennslu svartolíu í skipum?
-Eru orkuskipti í skipum í augsýn?
-Hvað með fiskiskipaflotann?
-Gætu skipin eingöngu notað rafmagn þegar þau liggja við bryggju?

Fyrirlesari er Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og fundarstjóri verður Snjólfur Ólafsson, prófessor. Fundurinn er skipulagður af málefnanefnd Viðreisnar um umhverfis- og auðlindamál.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar. Heitt á könnunni í Ármúla 42. Verið öll velkomin!