Viðreisn

Opið hús - Myntráðsstefna Viðreisnar kynnt

Þriðjudaginn 27. september verður, að venju, opið hús hjá Viðreisn í Ármúla 42, milli klukkan 17:00 og 18:00.
26.09.16
Höfundur: Viðreisn

Í nýsamþykktri efnahagsmálastefnu Viðreisnar kemur fram að stöðugt gengi verði tryggt með myntráði. Viðreisn vill taka upp myntráð í stað núverandi peningastefnu, líkt og tíðkast í mörgum öðrum smáum ríkjum. 

Upptaka myntráðs mun skapa varanlegan gengisstöðugleika, draga verulega úr vaxtamun við útlönd og skapa forsendur langvarandi verðstöðugleika, til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulíf.

Björn Gunnar Ólafsson, stjórnmálahagfræðingur kemur til okkar og kynnir þetta betur fyrir okkur, en auk þess gefst tími til að ræða almenn flokkstörf í lokin.

Heitt verður á könnunni og nóg til af kexi. Sjáumst sem flest!