Viðreisn

Opið hús á þriðjudag klukkan 17-18. Erindi og spjall

19.06.16
Höfundur: Viðreisn

Það verður opið hús í Viðreisnarsalnum Ármúla 42 á þriðjudaginn kemur  milli 17 og 18. Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræðingur flytur stutt erindi um áhrif og tilgang laga um opinber fjármál m.t.t. hagstjórnar, stefnumótunar og stjórnarhátta. Ólafur hefur flutt fyrirlestra um þessi mál sem vakið hafa talsverða athygli. Hér má sjá tvö viðtöl við hann. 

Síðastliðinn þriðjudag komu nokkrir að „lokuðu húsi“ þó að að við sætum tveir inni. Fyrir mistök var bæði fram og bakdyrum læst klukkan fimm. Við gátum reyndar bjargað málum og spjölluðum svo í um klukkutíma. En í þetta sinn ábyrgjumst við að það verður hægt að komast inn bakdyramegin, gengið í gegnum portið ofan við húsið.

Allir velkomnir.