Skaðaminnkun

03.04.17
Höfundur: Birna Þórarinsdóttir

Á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, hinn 4. apríl, mun Helga Sif Friðjónsdóttir ræða um skaðaminnkun. Hugtakið skaðaminnkun er tiltölulega nýtt hugtak í íslensku og notkun þess meðal almennings vísar gjarnan til Frú Ragnheiðar - skaðaminnkun, en það er verkefni Rauða krossins í Reykjavík. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og veita þeim nálaskipta- og heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Í erindinu verður fjallað um hugmyndafræði skaðaminnkunar sem og sagt frá þróun þjónustu Frú Ragnheiðar.

Helga Sif Friðjónsdóttir, Ph.D, MN, RN er sérfræðingur í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma.
Hún hefur tekið þátt í þróun Frú Ragnheiðar - skaðaminnkun, frá upphafi og er faglegur bakhjarl í stýrinefnd verkefnis.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um heilbrigðis- og velferðarmál. Fundarstjóri verður Héðinn Svarfdal, formaður hópsins.

Fundinum verður streymt af Facebook-síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins. Fundunum er streymt á netinu til að auðvelda þátttöku fólks hvar sem það er statt og eru upptökur fyrri funda aðgengilegar á Facebook-síðu Viðreisnar.